8 ráð til að efla varnir líkamans
1. Fá nægan svefn: Fara í rúmið fyrir kl. 23 til að stuðla að endurnærandi hvíld á hverri nóttu (ráðlagður nætursvefn fullorðinna er 7-8 tímar en lengri fyrir börn og unglina). Hér má sjá upplýsingar um svefnvenjur og ráðleggingar til að auka svefn.
2. Hreyfa sig í 30-60 mínútur á dag og gera styrktaræfingar. Forðast að sitja lengi án þess að standa upp. Ráð til að auka hreyfingu.
3. Þvo sér reglulega um hendur með sápu og vatni (tekur 2 mín.) og hugsa um að forðast smitun ef hægt er (snertismit og úðasmit)
4. Anda að sér fersku lofti. Gott að komast út undir bert loft, en forðast að ofkælast. Klæðast lögum af fötum sem hægt er að fækka ef manni er heitt en eru til staðar ef manni er kalt.
5. Þekkja viðkvæmasta atriði eigin heilsufars og efla fyrirbyggingu. T.d. ef bakverkir eru tíðir að efla þá stoðkerfið og nota réttar starfsstellingar.
6. Meta vinnuálag og streitu reglulega. Nota slökun, minnka álag og vinna með streitu.
7. Athuga að fá lífsnauðsynleg næringarefni með fæðu eða inntöku (t.d. lýsi).
8. Borða hollan morgunverð daglega og nærast reglulega yfir daginn. Velja fæðu sem eflir mótstöðuaflið; t.d. ½ bolla af bláberjum eða jarðaberjum daglega, t.d. út í hafragraut, jógúrt eða hristing.
Bláber og önnur litsterk ber innihalda næringarefni (anthocyanins) sem vinna gegn sjúkdómum og langvarandi streitu.
Borða kjúkling eða kalkún sem er próteinríkur og aminósýrurnar sem hann inniheldur eru áríðandi byggingarefni fyrir próteinin sem eru nauðsynleg til að styðja ónæmiskerfið, draga úr þreytu og slappleika.Kotasæla er prótein- og kalk rík auk þess að innihalda aminósýru (tryptophan) sem eykur framleiðslu heilsuhormóna (serotonin og endorphin). Hún gefur líka meiri fyllingu en hitaeiningarnar segja til um svo mittismálið þarf ekki að líða fyrir góðan skammt af kotasælu sem álegg eða með ferskum bláberjum eða ananas sem millibita.
Gott er að fá fisk a.m.k. tvisvar í viku og þar með talinn feitan fisk (silungur, lax, túnfiskur) sem inniheldur omega-3 fitusýrur er hafa jákvæð áhrif á heilastarfsemi og skapsveiflur, efla mótstöðu.
Náttúrukryddið Turmeric hefur eflandi áhrif, það er í ætt við engiferrótina og karrý, það inniheldur efnið curcumin sem dregur úr bólgum og styður starfsemi lifrarinnar. Það er auðvelt að setja hálfa teskeið af Turmerik í grænmetis eða kjötrétti, eða hræra fulla teskeið í AB mjólk og sjá áhrifin á byrjunarstigi kvefpesta.
Gulrætur innihalda mjög virk andoxunarefni (beta-carotene) sem styrkir ónæmiskerfið. Það er einnig áríðandi að borða dökk grænt grænmeti daglega (spínat, broccoli, steinselju, grænkál) sem innihalda mörg áríðandi snefilefni, eins og fólinsýru, magnesium, járn og vítamín A, C, K.
Þegar streitustigið er hátt þá reiða nýrnahetturnar (þar sem streituhormón er geymt) sig á að fá nægjanlegt C - vítamín og snefilefni. Prufaðu að skipta iceberg salatblöðum út fyrir spínat næst þegar þú býrð til salat.