8 sniðug ráð til að borða enn hollara
Við viljum meina að borða hollt auki á gleði eins mikið og það eykur á heilbrigði líkamans.
Með þetta í huga þá eru hér 8 skemmtileg ráð til að auka enn á hollustuna og gleðina í lífinu.
1. Njóttu grænmetis með olíu
Fitan í olíunni eykur bragðið af grænmetinu. Fitan er einnig góð leið til að auka upptöku líkamans á vítamínum og andoxunarefnum. Staðreyndin er sú að A, D, E og K-vítamín nýtast ekki næginlega vel í líkamanum án góðrar fitu.
2. Bættu pipar saman við karrý
Hið algenga karrý krydd, turmeric er afar ríkt af efni sem heitir cicrumin. Circumin hefur marga góða kosti, má nefna það vinnur gegn bólgum og er ríkt af andoxunarefnum.
Til að fá sem mest út úr turmeric þá er mælt með að bæta smávegis af pipar saman við. Piparinn nefnilega eykur upptök curcumin í líkamanum.
3. Veldu rétta tíma dags fyrir te bollann
Flestum finnst gott að fá sér bolla af te. Te hefur einnig marga góða kosti þegar kemur að heilsunni.
Te er ríkt af andoxunarefnum ásamt fleiru og má þar nefna tannin. Tannin er ekki vandamál þegar þess er neytt án bolla af te, en ef þú ert að drekka te með máltíð þá getur það dregið úr upptöku líkamans á steinefnum eins og járni og kalki.
4. Drekktu áður en þú borðar
Ef þú ert að reyna að losna við fáein kíló þá segir í nýlegri rannsókn að drekka stórt glas af vatni fyrir hverja máltíð gera það að verkum að þú borðar miklu minna.
5. Kjötið – eða C-vítamín ef þú borðar ekki kjöt
Það er tvennskonar járn í mataræði. Haem járn kemur úr dýraafurðum og er auðvelt fyrir líkamann að nýta það. Non-haem járn kemur úr grænmetinu og ávöxtunum og er erfiðara fyrir líkamann að nýta sér það.
Ef þú ert grænmetisæta eða Vegan þá skaltu taka C-vítamín daglega til að efla upptöku járns úr fæðunni sem þú borðar.
6. Komdu í veg fyrir vindgagn með þessu einfalda ráði
Það vita allir að við leysum vind. Sumir eru bara betri en aðrir í að fela það. Ef meltingin hjá þér er slæm þá getur þú átt í erfiðleikum með að fela vindgan vegna slæmrar lyktar.
Baunafjölskyldan er þekkt fyrir að fylla okkur af vind. Samt eru þessar baunir afar hollar fyrir líkamann. Svo hvað er hægt að gera?
Prufaðu að bæta smá vegis af asafoetida, einnig þekkt sem Hing saman við baunir þegar þú eldar þær. Þó svo þetta asíska krydd hafi einkennilega lykt þegar það er hrátt þá lyktar það svipað hvítlauk þegar eldað. Þetta krydd getur virkilega hjálpað þér varðandi vindganginn.
7. Bætum flóruna – gerum hana jákvæða
Flórubætandi efni eru uppáhald meltingarvegarins. Án flórubætandi efna í meltingarvegi þá eigum við í miklum erfiðleikum með að taka upp þann mat sem við látum ofan í okkur. Vegna þessa þá fer ónæmiskerfið í tómt rugl.
Að taka inn flórubætandi efni í töfluformi eða vökvaformi þá ertu að byggja upp jákvæða bakteríuflóru í meltingarvegi og það viljum við.
8. Þetta með svefninn
Að borða hollt reglulega er frábært, en ef þú ert ekki að sofa nóg þá fer heilsan að hrapa niður á við.
Rannsóknir hafa leitt í ljós að ef þú sefur illa eða lítið þá hefur það mikil áhrif á brennslu í líkamanum og þú ferð að bæta á þig auka kílóum. Einnig eftir lítinn svefn þá er fólk mun líklegra til að sækja í skyndibita og óhollustu.
Og hver nennir í ræktina eftir lítinn svefn?
Líkamar okkar vinna í dásamlegri samvinnu með fæðunni sem að móðir jörð vinnur hart að á hverjum degi að skaffa okkur. Förum því vel með náttúruna okkar.
Heimild: foodmatters.tv