99. Víðavangshlaup ÍR á Sumardaginn Fyrsta
Víðavangshlaup ÍR og Íslandsmeistaramótið í 5 km götuhlaupi, fer fram á Sumardaginn fyrsta þann 24. apríl næstkomandi. Hlaupið var fyrst haldið árið 1916 og þá að enskri fyrirmynd, en síðan þá hefur það verið árviss viðburður og á sinn hátt nauðsynlegur hluti af hátíðarhöldum Reykjavíkur.
Hlaupið er með fyrstu hlaupum vorsins og fastur liður í undirbúningi margra fyrir komandi keppnistímabil. Í fyrra hlupu 330 hlauparar á öllum aldri þessa 5 km leið í kringum Tjörnina en sá elsti var 86 ára gamall.
Eins og sjá má á aldri hlaupsins er það einn af elstu íþróttaviðburðum Íslandssögunnar og til gamans má geta þessa að skipuð hefur verið nefnd til að undirbúa 100 ára afmæli hlaupsins á næsta ári.
Hlaupið í ár hefst kl. 12 og er skráning á www.hlaup.is