Ábendingar fyrir ófrískar konur í heilsurækt
Ekkert er því til fyrirstöðu að þú stundir líkamsþjálfun ef meðgangan gengur eðlilega fyrir sig.
Nýlegar rannsóknir sýna að skynsamleg leikfimi á meðgöngu er ekki aðeins fullkomlega örugg gagnvart móður og barni heldur hefur hún auk þess marga kosti í för með sér:
Hreyfing er talin stuðla að færri fósturlátum. Þungaðar konur sem stunduðu reglubundna þjálfun áttu í helmingi minni áhættu að eignast fyrir- eða síðbura en hvort tveggja getur reynst barninu hættulegt.
Önnur rannsókn sýndi að konur sem stunduðu líkamsrækt að minnsta kosti tvisvar í viku áttu síður á hættu að eignast mjög stór börn. Þar kom einig fram að þeim er síður hætt við bjúg, æðahnútum, veikindum og þreytu, náladofa, mæði og öðrum algengum fylgikvillum meðgöngunnar.
Rannsóknin sýndi jafnframt að hríðir þeirra kvenna sem hreyfa sig á meðgöngunni eru að meðaltali hálftíma styttri en þeirra sem ekki stunda neina líkamsrækt. Líkur á keisaraskurði eru einnig minni. Konum úr hópi ungar mæðra er síður hætt við þunglyndi og þær voru þrekmeiri og finna minna til minni sársauka á meðan á hríðum stendur.
Öryggið er fyrir öllu!
Meðan æfingar eru stundaðar er öryggi barnsins þíns ofar öllu. Kostur meðgöngunámskeiðs Hreyfilands felst einmitt í því hversu sveigjanlegt það er. Ef þér finnst þú vera þreytt skaltu slaka á. Þreyta er mjög algeng meðal ungra mæðra og þær þurfa að læra að þekkja takmörk sín. Gott er að hafa eftirfarandi í huga:
* Áður en þú byrjar líkamsþjálfun skaltu ræða við ljósmóður þína og þið metið hvort það sé ekki örugglega í lagi.
* Taktu „talprófið“ meðan þú æfir; ef getur ekki spjallað við einhvern meðan þú gerir æfingarnar þarft þú að hægja á ferðinni.
* Þú þarft að drekka nóg, sérstaklega síðustu þrjá mánuði meðgöngunnar. Drekkir þú of lítið gætir þú átt barnið of snemma. Meginreglan er að drekka fjórðung úr lítra af vatni fyrir æfingu og sama magn á 15 - 20 mínútna fresti meðan á æfingum stendur.
* Borðaðu hollan mat. Þú þarft á mörgum hitaeiningum að halda ef þú stundar leikfimi.
* Farðu hvorki í gufubað né mjög heita potta á meðgöngu.
* Hættu allri íþróttaiðkun og hafðu samband við kvensjúkdómalækninn þinn eða ljósmóður finnir þú fyrir háum hita, blóðrennsli, svima, yfirliðis tilfinningu, höfuðverk, miklum hjartslætti eða þungum andardrætti.
Krisztina G. Agueda
Einkaþjálfari og íþróttaþjálfari, Hreyfiland