Að æfa ábyrgðina - hugleiðing dagsins
ÁBYRGÐARÆFINGAR
Við hættum að flækja hugmyndina um fyrirgefningu fyrir okkur og skiljum að hún er ekkert öðruvísi en að fara á klósettið eða fara út með ruslið.
Að fyrirgefa er að sleppa. Að sleppa er að losa. Að losa er jafn einfalt og að anda frá sér – það eina sem maður þarf að gera er að hætta að halda niðri í sér andanum. Æfðu þig í að anda að þér, halda í nokkrar sekúndur og sleppa svo.
Tengjum við fyrirgefninguna við daglega viðburði – sturta niður, út með ruslið, taka til í stofunni, tannbursta sig, þvo hendurnar. Allt lýtur þetta sömu lögmálum.
Við iðkum fyrirgefningu í vitund og minnum okkur á að sleppa og losa eins oft og þörf er á, rétt eins og við vitum að það þarf að fara út með ruslið oft í viku.