Að elska sig nógu mikið, hugleiðing frá Guðna á miðvikudegi
Hugleiðing á miðvikudegi~
Mátturinn til að grípa sig
Líf í innsæi er ekki fullkomið líf á hverju einasta augnabliki.
Skortdýrið deyr ekki fyrr en með holdinu – það besta sem við getum gert er að senda það í djúpan og langan dvala. Og af því það deyr ekki á meðan við lifum er þörf á stöðugri athygli.
Það er það sem er kallað innsæi – að veita athyglinni athygli.
Að elska sig nógu mikið til að veita sér athygli á hverri stundu.
Að elska sig nógu mikið til að stoppa sig af.
Að elska sig nógu mikið til að standa sig að verki, án ásakana og dóms.
Að elska sig nógu mikið til að vilja búa sér umgjörð, byggða úr sýn, tilgangi, markmiðum og ást, og veita því alltaf athygli hvort hegðun manns passi við þessa sömu umgjörð og yfirlýstan vilja.