Fara í efni

Að elska sjálfan sig nógu mikið, góð dæmisaga frá Guðna á afar blautum mánudegi

Hugleitt í rigningunni
Hugleitt í rigningunni

Að elta snákinn.

Tveir veiðifélagar ganga niður stíg í skóginum í hrókasamræðum. Allt í einu finna þeir báðir fyrir óþægindum, neðarlega á fæti, og það rennur upp fyrir þeim að þeir hafa verið bitnir af sama snáknum.

Annar þeirra tekur upp vasahníf, sker í sárið, sýgur úr því eitrið og spýtir því út úr sér. Hinn tekur líka upp hníf – stóra sveðju – og ákveður að byrja að elta snákinn til að drepa hann.

Sá sem elti snákinn er látinn. Hinn lifir.

Við hættum að elta snákinn því að við elskum sjálf okkur nógu mikið til að huga að okkur – og við elskum snákinn nógu mikið til að leyfa honum að vera til og fara sína leið.