Fara í efni

Að fyrirgefa er að sleppa og frelsa - Guðni lífsráðgjafi með falleg orð á Sunnudegi

hugleiðing á Sunnudegi~
hugleiðing á Sunnudegi~

Að fyrirgefa er að sleppa og frelsa.

Aðeins þú getur losað þína eigin fjötra – enginn getur fyrirgefið þér og þú getur ekki fyrirgefið neinum öðrum.

Af hverju? Vegna þess að þegar þú segist fyrirgefa öðrum þá ertu um leið að fella dóm – að lýsa yfir sök viðkomandi og því að hann sé ekki nógu góður eins og hann er.

Þegar þú fyrirgefur þér losarðu aðra undan því oki að vera sálfræðilegir fangar þeirrar skynjunar þinnar að þeir séu ábyrgir fyrir líðan þinni, þó þeir beri sannarlega ábyrgð á sínum gjörðum.