Ástæða þess að allir ættu að ganga í 30 mínútur á hverjum degi
Í Japan er sagt “Shinrin-yoku” sem þýðist “forest bathing” en það er sagt um gönguferðir út í náttúrunni til að slaka á og losa sig við stress.
Aristotle var með sínar kennslustofur úti við og gekk ávallt um á meðan hann kenndi. Það að fara út að ganga er sennilega vanmetnasta hreyfingin. Það kostar ekkert, eflir orkuna, styrkir hjartað og svo margt fleira.
Hérna eru 5 ástæður til þess að þú ættir að fara út að ganga.
Það er hægt að fara út að ganga allstaðar.
Hvort sem að þú ert heima eða á ferðalagi að þá er hægt að fara út að ganga, rannsaka hverfið og kynnast þínu nánasta umhverfi gangandi. Það hreinsar hugann, kemur þér út úr húsinu, kemur þér á hreyfingu og afþví að göngur eru tiltölulega einföld hreyfing að þá er ekki mikil hætta að meiðslum.
Þú færð endorfín og serotonin aukningu
Að plana göngufund með yfirmanni eða viðskiptavin kemur ykkur ekki aðeins út af vinnustaðnum, heldur fær ykkur á hreyfingu og það á vinnutíma. Og það sem meira er að þessi hreyfing losar um endorfín og serotonin í líkamanum sem að virkar eins og náttúruleg víma og gerir það að verkum að þú átt auðveldara með að biðja um launahækkunina t.d eða semja við stóran viðskiptavin.
Hafðu Ipodinn með
Ætlaru að ganga ein(n)? Ertu með eitthvað sem að þú átt eftir að hlusta á sem að gæti jafnvel verið vinnutengt? Ef svo er, skaltu hlaða því niður á Ipodinn. Annars er líka afar gott að hlusta á góða tónlist þegar farið er í göngutúr.
Þú hittir fólk
Ef að þig hefur alltaf langað til þess að taka þátt í maraþoni að þá er tilvalið að fá vin eða vinkonu með sér og æfa saman. Einnig er hægt að skrá sig í göngugrúppur.
Það er svo gott fyrir þig að ganga
Ekki kaupa bullið sem að sagt er um göngur. Þær gera ekkert fyrir þig því þú svitnar ekki nóg eða reynir ekki nógu mikið á þig. Rannsóknir sýna að reglulegir rösklegir göngutúrar hafa afar góð áhrif á blóðþrýstinginn, komi þér í gott skap og lækki kólestrólið.
Svona færðu sem mest út úr þínum gönguferðum
Vertu viss um að vera í réttum skóm
Margir hreyfa sig ekki því að þeim verkjar í fæturna, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að fá sér þæginlega skó. Vertu viss um að skórnir þínir andi vel og styði vel við fótinn.
Prufaðu að ganga með hléum
Ef þú getur ekki gengið í 30 mínútur í senn, skiptu því upp. Gakktu í hádeginu, taktu stigann í stað lyftunnar þegar þú getur og leggðu bílnum lengra frá en vanalega.
Mældu skrefin
Fylgstu með framförunum með pedometer eða annarskonar græju sem hægt er að hafa á sér á gönguferðum. Að mæla framfarirnar eykur á hvatninguna á að gera enn betur næst. Reyndu að ná 10.000 skrefa markinu eða vera viss um að gönguferðin sé 30 mínútur eða lengri.
Bættu göngulagið
Þegar það kemur að því að ganga að þá er slæm líkamsstaða, stífar mjaðmir og slappur magi (aðalega orsök þess að sitja of mikið) ekki gott til að fara í gönguferðir. Jóga er afar gott til þess að teygja og styrkja líkamann. Til að losa um stífar mjaðmir, eyddu þá 5 mínútum í góðri teygju og passaðu svo líkamsstöðuna þegar þú gengur.
Vertu góð(ur) við fæturna
Að nudda fæturna er góð leið til að losa um stress. Áður en þú ferð að sofa er afar gott að bera góða olíu á fæturnar. T.d kókósolíu, sesam olíu eða möndlu olíu. Ef þú átt maka, fáðu hann eða hana þá til að bera á fæturna á þér.
Komum okkur nú af stað og allir út að ganga í 30 mínútur á hverjum degi.
Heimild: mindbodygreen.com