Fara í efni

Að hirða um húðina skiptir miklu máli

Margir velta því fyrir sér hvers vegna við þurfum eiginlega að hreinsa húðina kvölds og morgna, afhverju er ekki nóg að nota bara vatn spyrja margir
Húðumhirða er mikilvæg
Húðumhirða er mikilvæg

Margir velta því fyrir sér hvers vegna við þurfum eiginlega að hreinsa húðina kvölds og morgna, afhverju er ekki nóg að nota bara vatn spyrja margir. Hver er eiginlega tilgangurinn með noktun sérstakra andlitshreinsa? Afhverju er bara ekki í lagi að nota venjulega sturtusápu?

Mér finnst ekkert skrítið að fólk velti þessum atriðum fyrir sér sérstaklega þar sem nútímamaðurinn er að drukkna í offramboði á allskonar snyrtivöruúrvali.  Snyrtivöruframleiðendur skipta hundruðum og allir keppast þeir að við að sanna ágæti vöru sinnar, þannig að það er ekki furða að fólk verði ruglað í öllum hamaganginum.

hh hh

Í einföldu máli er húðin í andlitinu viðkvæmari og þynnri en á öðrum svæðum líkamans og þolir ílla sterkar sápur sem ætlaðar eru til noktunar á líkama. Með of sterkum sápum þurrkum við upp húðina og röskum eðlilegu sýrustigi hennar sem getur leitt til húðvandamála og ótímabærrar öldrunar, vatn í sjálfu sér leysir ílla upp farða og önnur óhreinindi og þurrkar oftar en ekki upp húðina.

jj jj

Við á Íslandi stöndum frammi fyrir harðri veðráttu, sterkum sólargeislum, allskonar geislum t.d. frá tölvuskjám, mismunandi geislum frá ljósaperum og síðast en ekki síst mengun, t.d. mengun frá bílum og nú nýlega ELDGOSI! Það er ekki nóg með það að eiturgufur og mengun frá gosinu smjúgi inn í öndunarfæri, erti augu og aðra slímhúð þá sest hún líka á yfirborð húðarinnar og veldur skaða.

Með því að hreinsa húð kvölds og morgna, metta hana með kremi sem hentar þinni húðgerð stuðlum við að heilbrigðri endurnýjun og styrkjum þannig náttúrulegt varnarkerfi húðarinnar, þetta á við um alla konur og karla.

Góð húðumhirða er hluti af heilbrigðum lífsstíl, okkur líður betur þegar húðin okkar er í jafnvægi og ljómar af heilbrigði. Með því að hugsa vel um húðina drögum við fram það besta í fari okkar, aukum sjálfsstraust og innri vellíðan.

Við höfum öll eitthvert val, val um að hreyfa okkur, borða hollari mat, vera betri manneskjur, gera betur í dag en í gær og það sama á við um góða húðumhirðu. Þitt er valið.

Leitaðu ráðlegginga hjá fagfólki við val á húðvörum, það mun skila sér í árangri og vellíðan að fá vörur sem henta þér og þinni húð.

Ást og Friður

Kristín Björg Bergmann

jj