Að leysa vind getur sagt eitt og annað um það hversu heilbrigð/ur þú ert
Það eru tvennskonar form af gríni sem hlegið er að um allan heim. Það fyrsta er ef karlmaður fær högg milli fótanna og hitt er prump.
Þetta fyrra er afar sársaukafullt fyrir karlmenn á meðan hið seinna er, eða getur verið afar óþæginlegt fyrir þá sem eru í kringum þig, þ.e ef þú hefur ekki masterað listina að hafa það hljóðlaust, hægt og engum grunar þig um að hafa leyst vind.
Það er annað grundvallar atriði á mismuninum á þessu tvennu, spark á milli fóta eða að leysa vind. Að leysa vind er náttúrulegt og getur í raun sagt þér margt um þína heilsu.
Svo skelltu í þig baunum og komum okkur að aðal efninu.
Í fyrstalagi – hvað er það að leysa vind ?
Að leysa vind er blanda af 59% nitrogen, 21% af hydrogen, 9% af carbon dioxide, 7% af methane og 4% af súrefni, þetta á sér stað útaf mörgum ástæðum, allt frá því að hafa gleypt loft til viðbragða í líffærum.
Þetta loft þarf á einhvern hátt að komast út úr líkamanum og er afturendinn alveg tilvalinn í það verkefni.
Það er engin skömm að því að leysa vind, því það er merki um að þú ert að neyta næginlega mikils magns af trefjum.
En öll prump eru ekki sköpuð jöfn
Eins og þú hefur eflaust tekið eftir að þá er ekki lykt af öllu lofti sem við skilum frá okkur.
Kíkjum á nokkur algengar tegundir af prumpi og komumst að því hvað þau þýða fyrir líkamann.
Lyktarlaust prump
Þú hlóst kannski aðeins of kröftuglega að brandara sem stefnumótið þitt sagði og eitt slapp, þú bíður eftir því hvort það sé lykt, vonar að svo sé ekki og … hjúkk, hljóðlaust og lyktarlaust.
Að meðaltali eru flest prump lyktarlaus. Aðeins 1% af innihaldi prumps er lyktandi og er það sulfureous gasið frá þörmum.
Slík loft losun er einfaldlega afleiðing af of miklu lofti í líkamanum – eins með því að ropa, nema hitt kemur út um annan enda. En allt er þetta heilbrigt og afar eðlilegt.
Prump sem lyktar örlítið
Þessi eru þau sem fólk yfirleitt hunsar eftir 10 ára aldurinn. Sumir gætu nú samt skellt fram einum brandara, en flest allir hugsa það sama, þessi lykt verður farin áður en að brandarinn er búinn.
Það er ansi mikið af hollum mat sem orsakar lyktandi prump – en það er ekkert til að hafa áhyggjur af, létt prumpulykt eyðist á augabragði.
Yfirleitt má um kenna brokkólí, blómkáli og rauðu kjöti.
Og svo eru það þessi yfirþyrmandi prump sem lykta eins og einhver hafi kúkað á sig, jafnvel hundurinn flýr herbergið.
Ef þín prump lykta svona illa þá er ástæða til að hafa smá áhyggjur, ekki bara af félagslífinu heldur einnig af heilsunni. Mjög illa lyktandi prump geta verið merki um undirliggjandi heilsu vandamál.
Og hér er eitt áhugavert, flest fólk er með mjólkuróþol upp að vissu marki og ef þú ert með mikið mjólkuróþol þá getur það verið skýringin á þessum illa lyktandi prumpum.
Í sjaldgæfari tilvikum þá geta þessi sem lykta illa verið orsök af krónískum sjúkdóm, eins og t.d iðrabólgu eða maga- og garnabólgu.
Mikil losun og oft á lofti
Grænmetisætur eru líklegar til að kannast við þennan kvilla en þetta er vegna þess að þeirra mataræði er ríkt af kolvetni.
Ef þetta er raunin hjá þér þá er þetta ekki neitt til að hafa sérstakar áhyggjur af, né er þetta óþæginlegt eða illa lyktandi.
En ef þú ert uppþanin, með óþægindi í maga og prumpið er illa lyktandi þá getur þetta verið merki um fæðuofnæmi. Gott ráð er að leita læknis og fara í ofnæmispróf.
Lyktandi prump getur hjálpað þér
Fram að þessu í lestri á þessari grein ertu sennilega ekki búin að spá mikið í það hvað það þýðir ef losun á vind lykti eða ekki, eða er mjög illa lyktandi.
Samkvæmt einni rannsókn sem gerð var við Háskólann í Exeter þá er talið að ef þú andar að þér litlu magni af prumpulykt geti það í raun verið vörn gegn krabbameini. Og ástæðan fyrir þessu er sú að það er vetnissúlfíð í prumpi.
Og þá veistu það!
Heimild: davidwolfe.com