Fara í efni

Koma sjálfri sér til hjálpar

Í dag nota ég fæðuna mína sem lækningu. Ég passa mikið uppá hvað ég borða.
Námskeið hjá Heilsuborg í gangi.
Námskeið hjá Heilsuborg í gangi.

Góðan daginn.

já það er nú það :)

Hvernig gerðist þetta.
Fyrir rúmum tveimur árum fór ég uppgefin á sál og líkama í algjöran viðsnúning í lífinu.
Ákvað að nú væri komið gott .

Líkaminn var ekki að virka lengur.
Ég var orðin svo stór og komst ekki lengur fyrir í litla þægindarhringnum mínum.
Og var farin að kíkja út úr þessum ramma....og sjá að þetta þrönga líf þarna inni var ekki alveg málið.
Endalausir verkir...nú og pillur við því.
Lélegur svefn....nú og pillur við því.
MS þreytan að gera út af við mig.....nú pillur við því.
Rósrauði sem var að gera út af við andlitið mitt...nú pillur við þvi.
MS sjúkdómurinn að fara lengra með mig .....nú sprautur við því.
Bara ráð og pillur við þessu öllu.

En ég hugsaði hvað næst?
Ok en sýkursýki 2 hún er nú frekar svona næst á dagskrá....hvað þá við því.
Blóðþrýstingur.....hummm ...jú pilur við því.

En nei þetta var komið gott :)
Hægt og rólega tók ég til í öllu mataræðinu.
Ég fór að hreyfa mig.
Ég tók og tek til endalaust þarna uppi :)
Reyni að hafa hugan minn jákvæðan og þakklátan <3
Það krefst vinnu.
En allt það jákvæða sem kemur í staðin :)
Og engin lyf í dag .

Í dag nota ég fæðuna mína sem lækningu.
Ég passa mikið uppá hvað ég borða.
En "boring" hljóta margir að segja :)
Neibb...ég leifði því ekki að verða leiðinlegt.
Í staðin fyrir að taka allan mat út og syrgja kom ég betri matarvenjum inn.
Og hægt og rólega fór þetta vonda veg veraldar.
Þegar að manni fer að líða betur og kílóin strjúka verður maður léttari á sál og líkama.
Þetta er ekki það auðveldasta sem ég hef gert um ævina.
En sennilega það besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig....og jú fjölskylduna mína :)

Já allt er hægt :)
GET-SKAL-VIL!