Að sýna makanum virkilega athygli - hugleiðing á þriðjudegi frá lífsráðgjafanum honum Guðna
Hugleiðing á þriðjudegi.
Þriðjudagshugleiðing ~
Þegar þú ert ekki að vinna að nánd þá ertu að vinna að aðskilnaði.
Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Rækt er ekki sjálfgefin. Í sambúð þarf að leggja sitt af mörkum til að sambandið verði kærleiksríkt og náið.
Þetta getur falist í litlum athöfnum og venjum, en umfram allt snýst málið um athygli – að sýna maka sínum virkilegan áhuga, láta hann finna hvers virði hann er og styrkja sambandið.
Þegar þú gerir þetta ekki og lætur sambandið afskiptalaust – þegar þú veitir ekki athygli og snertir ekki hjarta makans með einhverjum hætti þá er það sambærilegt við að vökva ekki blóm og næra. Það fölnar, dofnar og deyr.