Að taka fulla ábyrgð - hugleiðing Guðna í dag
Að taka fulla ábyrgð á lífi sínu felur eftirfarandi í sér:
„Ég tek ábyrgð á því hver ég er og hvar ég er, hvernig mér líður, hvaðan ég kom, hvað ég hef í lífinu og hvað ekki, hvert ég er að fara, á hvaða forsendum ég lifi og mun lifa og hvernig ég vel að ráðstafa athygli minni og orku.“
Sumir segja við mig: „En það er svo erfitt að ná utan um þetta! Þetta er svo mikil ábyrgð og það er svo erfitt að lifa með svona mikilli ábyrgð!“
Ég svara því hiklaust neitandi. Það er bara erfitt þegar þú axlar ábyrgðina og gerir það með sektarkennd. Um leið og þú skilur að ábyrgð er kærleiksrík framkvæmd þá opnast hjartað fyrir ljósinu.