Fara í efni

Að þora að vera ber og opin - hugleiðing Guðna í dag

Hugleiðing á fimmtudegi~
Hugleiðing á fimmtudegi~

Að opna inn í sig

Enska orðið fyrir nánd er „intimacy“.

Enskumælandi fólk talar stundum um að orðið þýði „in to me you see“. Það er nokkuð til í því. Nánd þýðir að liggja svo nærri mann- eskju að hún geti séð inn í þig – bókstaflega skynjað þinn innsta kjarna.

Við getum aldrei sýnt neinum lengra en inn í eigin opinberun – getum ekki farið með aðra þangað sem við höfum ekki þorað sjálf.

Í innsæinu erum við að opin-bera okkur. Að verða ber og opin. Að þora að vera ber og opin, því að við treystum hjartanu til að þola það.
Þess vegna veljum við innsæið til að vera í nánd við okkur sjálf.