Leyndarmál þeirra sem aldrei veikjast
Til er fólk sem aldrei fær kvef eða flensur og hefur afar sterkt ónæmiskerfi.
Hérna eru þeirra leyndarmál …
1. Nudd
Nudd getur dregið úr kvíða og stressi. Nóg er að fara í nudd einu sinni í mánuði.
2. Farðu í kalda sturtu
Fólk sem aldrei verður veikt segir að kaldar sturtur hjálpi þeim þegar orkan er í lágmarki eða ef mígreni er að byrja. Á veturna er nóg að skella sér í ískalda sturtu í eina mínútu.
3. Þvoðu þér um hendurnar
Að þvo hendurnar er efst á listanum yfir það sem þú getur gert til að forðast flensur og kvef. Þú átt að þvo hendurnar með sápu í að minnsta kosti 20 sekúndur.
4. Taktu C-vítamín og Zink
Það er hægt að koma í veg fyrir kvef með því að borða mat ríkan af C-vítamíni og zinki. Þannig að ef þú ert hrædd um að næla þér í flensu eða kvef skaltu passa upp á að borða rétt mataræði.
5. Borðaðu eins mikinn hvítlauk og þú þolir
Hvítlaukur er ríkur af andoxunarefnum sem efla ónæmiskerfið og þannig varnir líkamans gegn kvefi og pestum.
6. Hugsaðu jákvætt
Að vera jákvæður eflir fremri hluta heilans sem tengist jákvæðni. Þannig framleiðir hann meira af antibodies sem verjast flensum.
Heimild: healthcareaboveall.com