Aðeins við en ekkert ég - hugleiðing dagsins
Ekki ég – bara við
Sá sem skilur að það er aðeins við en ekkert ég – hann snertir guð. Hann skilur umfang orkunnar og að umfangið er óendanlegt; það endar hvergi og hefst hvergi. Það bara er, alltaf.
Sá sem þetta skilur hlýtur að elska allt sem er.
Dýpsti ótti okkar er ekki sá að við séum ófullnægjandi. Dýpsti ótti okkar er sá að við séum ómælanlega kraftmikil. Það er ljósið okkar, ekki myrkrið okkar, sem hræðir okkur mest.
...
Að gera lítið úr sjálfum sér kemur heiminum ekki til góða. Við erum fædd til að lýsa þeirri dýrð Guðs sem býr innra með okkur. Hún býr ekki í sumum; hún býr í öllum. Og um leið og við leyfum eigin ljósi að skína gefum við öðrum óbeint leyfi til að gera slíkt hið sama.
Marianne Williamson.