Af ást og þakklæti - Hugleiðing á mánudegi
HVERNIG Á ÉG AÐ BORÐA?
Borðaðu rólega. Af ást og þakklæti. Af ástríðu fyrir hverjum munnbita og hverjum sopa.
Í stuttu máli: Í vitund.
Hættu – núna strax – öllum flækjum gagnvart nær- ingunni. Taktu ákvörðun um að hér eftir nærirðu þig aðeins í vitund.
HVAÐ Á ÉG AÐ BORÐA?
Hvað segir hyggjuvitið? Matur sem er í góðu samhengi við eigin tilvist er heilnæmari en matur sem er búið að meðhöndla með ýmsum ráðum. Hvers vegna?
Vegna þess að hann er lifandi, hann hefur ekki verið píndur áfram af tilbúnum efnum og tilbúnum aðstæðum. Vegna þess að hann er ekki útbúinn þannig að hann endist í hillum verslana í marga mánuði og jafnvel ár.