Afhverju notum við en ? Guðni með hugleiðingu a fimmtudegi
Hugleiðing dagsins
„Þegar þú tekur en-ið úr ætla þá breytist allt lífið“
„Ég ætla ... en ...“
Ég ætla mér góða hluti í lífinu EN ég geri það ekki. Ég ætla að finna góðan maka
... en. Ég set stefnuna á eitthvað EN ég fer ekki þangað.
„Ég ætla ... en ...“
Hvað er í gangi innra með okkur sem reisir girðingar um leið og við setjum fram
drauma okkar? Sem læsir okkur inni, setur okkur hömlur, takmarkar okkur, rýrir okkur.
Af hverju eiga allir fullar skúffur af draumum sem hafa ekki ræst og eru því orðnir að martröðum?
Af hverju þetta en?
Ástæðan felst í þessum spöku orðum:
"Taktu lífið í þínar eigin hendur. Hvað gerist? Svolítið hræðilegt! Ekkert er neinum að kenna!"
Erica Jong