Fara í efni

Afrískt Bulgurjollof með kjúklingabaunum

Skemmtilegur réttur frá Ghana/Gana í Vestur Afríku
Bulgurjollof med kjuklingabaunum
Bulgurjollof med kjuklingabaunum

Afrískt Bulgurjollof með kjúklingabaunum

Aðferð:

Leggið kjúklingabaunirnar í bleyti daginn áður. Sjóðið kjúklingabaunirnar þar til þær eru vel soðnar.

Saxið laukinn, hitið olíuna á pönnu og léttsteikið laukinn í um það bil 2 mínútur, hrærið vel í honum á meðan. Bætið tómatmaukinu, engifer og anís saman við og því næst hökkuðu tómötunum, hitið áfram og hrærið vel í á meðan. Bætið grænmetiskraftinum saman við. Ef þið notið grænmetistening, leysið hann þá upp í smá vökva áður en hann er settur saman við. Sneiðið gulræturnar og bætið þeim saman við og hitið í um það bil 5 mínútur og hrærið í á meðan. Smakkið til með salti, engifer og anísfræjum.

Hrærið ósoðnum bulgur og kjúklingabaunum saman við, bætið um 0,5 dl af vatni út í og látið sjóða í 15-20 mínútur

Hráefni og magn:

200 g bulgur, ósoðið

100 g kjúklingabaunir, ósoðnar eða um 250 g soðnar

1/2 dl ISIO-4 olía

1 meðalstór laukur

2 msk tómatmauk

1 dós tómatar, niðursoðnir, hakkaðir

2 tsk ferskur engifer, saxaður

1 stk anís

1 grænmetisteningur eða 1-2 tsk grænmetiskraftur

3 stórar gulrætur, sneiddar

salt framan á hnífsodd

vatn 0,5 dl

 

Höfundur uppskriftarinnar er: Innocentia F. Friðgeirsson og hún kemur frá Ghana/Gana í Vestur Afríku