Agi þýðir að vera lofaður - hugleiðing dagsins
Agi er því eitt af orðunum sem við þurfum að endurheimta og hreinsa af hinum venjubundna skilningi.
Agi þýðir að segja satt, að heitbinda sig til einhvers, að mæta fyrir sig og aðra í það sem við höfum heitbundið okkur til að gera. Þegar við heitbindum okkur ferli velsældar styrkist það með hverju litlu skrefi, við verðum verðug og heimild okkar eykst jafnt og þétt.
Agi þýðir að vera lofaður – að orð þitt er heilagt.
Þegar þú hefur öðlast heimild til að lifa í velsæld geturðu beitt þig aga eins og aga á að beita – í kærleika. Þá ferðu ekki snemma í háttinn af því að þú ert að beita þig hörðu; ekki af því að þú verður að fara snemma að sofa! heldur vegna þess að þú skilur að allt snýst um orsök og afleiðingu og þegar þú ferð seint að sofa í kvöld þarftu að bera ábyrgð ef það leiðir til þreytu daginn eftir. Þú fagnar þessari ábyrgð en vælir ekki undan henni – þess vegna ferðu snemma að sofa með bros á vör.
Hálfnuð er leið þá hafin er. En ... þegar við ákveðum í hjartanu að ganga inn á braut heilinda og láta af óræktinni þá koma púkarnir til með að verjast. Þeir eru vanir að hafa sitt fram og verjast með kjafti og klóm. Þetta eru tímamót; aftur og aftur stöndum við á krossgötum í lífinu, en það er sjaldgæft að menn stigi skrefið til fulls fyrr en sársaukinn er nægur til að erfiðara sé að snúa við en að ganga áfram, inn í ljósið.