Agúrku Smoothie með smá tvist
Það þarf ekki alltaf að vera kaffi á boðstólum!
Jógúrt drykkir er mjög vinsælir hér í Suður Asíu og þú getur fengið þá með allskonar tilbrigðum. Hér er uppskrift af girnilegum Smoothie með smá tvist.
Þú fyllir upp í glasið með ísköldu sódavatni.
Skemmtilegt að bera þennan drykk fram þegar þú færð gesti og getur komið þeim skemmtilega á óvart með góðum heilsudrykk. Það þarf ekki alltaf að vera kaffi á boðstólum!
Hráefni
- 2 bollar hreint jógúrt
- 2 ½ bolli agúrka
- 2 ½ msk ferskt niðurskorið dill (þjappa vel í skeiðina)
- 2 ½ msk ferskt basil niðurskorið (þjappa vel í skeiðina)
- 2 ½ msk fersk minta niðurskorin (þjappa vel í skeiðina)
- 2 ½ msk ferskur sítrónu safi
- ¾ tsk fínt sjávarsalt
- 1 ½ bolli Ískalt sódavatn
Aðferð
Allt nema sódavatnið er sett í blandarann og látið vinna þar til að agúrku blandan er orðin vel þeytt saman. Setjið í fjögur glös og setjið sódavatnið jafnt á milli og hrærið aðeins í. Einnig er gott að fylla síðna upp með ísmolum.