Fara í efni

Ágústa Eva leikkona í laufléttu spjalli

Það þekkja allir íslendingar hana Ágústu Evu. Hún er snilldar leikkona og afar skemmtilegur persónuleiki. Öll munum við nú eftir Silvíu Nótt er það ekki ?
Ágústa Eva leikkona
Ágústa Eva leikkona

Það þekkja allir íslendingar hana Ágústu Evu. Hún er snilldar leikkona og afar skemmtilegur persónuleiki. Öll munum við nú eftir Silvíu Nótt er það ekki ?

Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?

Fer í föt og út, ristaðbrauð með banana og mjólk.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Brennivín og hákarl í frystinum.

Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?

Skilgreindu hluti.

Ef þú vaknar extra úldin á morgnana hvað er þitt besta ráð til að ná ferskleikanum aftur ?

Ég set andlitið ofan í skál af sítrónuvatni.

Hver er uppáhalds tími dagsins ?

Þetta er allt gott, bara finna hamingjuna í því.

Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?

Fer eftir því hversu mikið er að gera hjá mér í vinnunni. Stundum næ ég ekkert að æfa en annars æfi ég 5 sinnum í viku ef ég get. Þá fer ég í Nogi í Mjölni (BJJ glímu) og svo víkingaþrek eða blítt og létt í bland.

Finnst þér íslendingar almennt duglegir að hreyfa sig?

Er það ekki bara tölfræði? Annars er náttúran hérna frekar öfgakennd og ýmist í ökkla eða eyru, mér finnst hegðun íslendinga kallast á við hana í þessu sem og öðru.

Ef þú ættir ekki bíl, hvernig myndir þú fara á milli staða?

Í hestvagni, no brainer, forðast eftir fremsta megni að ganga eða hlaupa.

Kaffi eða Te ?

Te. Drekk ekki kaffi, get það ekki, verð veik af því.

Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?

Gott ráð? Fylgja ástríðum sínum í lífinu, alla leið.