Áheit fyrir Íslandsmet
Í upphafi var ákveðið að heita á Íslandsmet í karla- og kvennaflokki og voru ítarlegar reglur settar þar um árið 2005. Í upphafi var heitið á Íslandsmet í karla- og kvennaflokki í öllum greinum langhlaupa en frá árinu 2012 var eingöngu miðað við keppnisgreinar á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum eða 800m, 1500m, 5000m, 10000m, 3000m hindrunarhlaup, hálft maraþon og heilt maraþon.
Þessi áheit hafa skilað sér og hafa peningarverðlaun fyrir slíkt met verið veitt til eftirfarandi hlaupara.
2003
Sveinn Margeirsson fyrir met í 3000m hindrunarhlaupi og tímann 8:46,20 mín.
2005
Gauti Jóhannesson fyrir met í 800m hlaupi innanhúss og tímann 1:51,89 mín.
2006
Björn Margeirsson fyrir met í 800m hlaupi innanhúss og tímann 1:51.07 mín einnig
í 1000m hlaupi innanhúss og tímann 2:24.52 mín
2007
Kári Steinn Karlsson fyrir met í 3000m hlaupi innanhúss og tímann 8:10.94 mín
Sigurbjörn Árni Arngrímsson fyrir met í 1 mílu hlaupi innahúss og tímann 4:12.87 mín
2008
Björn Margeirsson fyrir met í 1 mílu hlaupi innanhúss og tímann 4:12.43 mín
Kári Steinn Karlsson fyrir met í 5000m hlaupi utanhúss og tímann 14:07.13 mín og 10000m hlaupi utanhúss og tímann 29:28.05 mín.
Íris Anna Skúladóttir fyrir met í 3000m hindrunarhlaupi og tímann 10:42.25 mín
2011
Kári Steinn Karlsson fyrir met í hálfu maraþoni og tímann 65:35 mín
Kári Steinn Karlsson fyrir met í heilu maraþoni og tímann 2:17.12 mín
2012
Aníta Hinriksdóttir fyrir met í 800m innanhúss; 2:05,96 mín og 800m utanhúss 2:03,15 mín
2013
Aníta Hinriksdóttir fyrir met í 800m hlaupum sumarið 2013