Hvaða áhrif hefur sund á líkamann?
Hvort sem þú syndir þér til ánægju eða ert keppnis að þá eru áhrif sunds á líkamann afar góð.
Ekki aðeins bætir sund æðakerfið heldur dregur það líka úr áhættunni á hjartasjúkdómum þegar þú eldist. Og það sem besta er, sund er skemmtileg hreyfing.
Lítil högg áhrif á líkamann
Brennslu æfingar eins og að hlaupa eru góð leið til að brenna kaloríum og vera í góðu formi. Eini gallinn við hlaupin er sá að álagið á líkamann er mikið. Liðamót eins og öklar, hné og beinin verða fyrir álagi útaf höggáhrifum.
Sund er einnig góð æfing til að brenna kaloríum og fer vel með líkamann. Jafnvel þó þú notir kraftmiklar hreyfingar að þá kemur vatnið í veg fyrir að álag skapist á ökkla, liðamót og bein. Og þó þú sért með meiðsli að þá er oft mælt með því að stunda sund til að komast aftur í gott form.
Líkamleg hreyfing
Að synda þjálfar allan líkamann og fyrir hvert kíló af þinni þyngd þá ertu að brenna þremur kaloríum á hverja 1,6 km.
Bringusund og skriðsund þjálfa alla aðalvöðva í líkamanum. Sund heldur einnig líkamanum liprum. Liðamót eins og á hálsi, öxlum, mjöðmum, handleggjum og fótum verða liðugri.
Heimild: livestrong.com