Fara í efni

Ákveddu og veldu - hugleiðing dagsins

Ákveddu og veldu - hugleiðing dagsins
Ákveddu og veldu.
 
Þannig hljómar líf í sjálfsábyrgð – þannig hljómar söngur þess sem elskar sig nógu mikið til að vilja valda lífi sínu sjálfur. Þegar þú hvorki ákveður né velur mun einhver annar gera það fyrir þig. Samt verður ábyrgðin ennþá þín, því enginn annar en þú hefur vald yfir þinni orku og örlögum.
 
Þangað til þetta breytist ertu valdalaus – því val er vald. Að taka ekki ákvörðun er ákvörðun í sjálfu sér – ákvörðun um að vera slys.
 
Slysið er afurð hugans – þú skapar það með því�að velja að velja ekki. Ábyrgðin er afurð hjartans – þú skapar hana með því að velja að valda lífi þínu og taka fulla og óskoraða ábyrgð á allri þinni tilvist.
 
Þetta eru svik við okkur sjálf, við sjálft hjartað, þaðan sem skýrasta röddin hljómar. Hjartað hrópar eftir athygli þinni en hjá manneskju sem lifir út frá dýrslegum hvötum og forsendum skortdýrsins í sjálfsvorkunn og valdaleysi hefur söngur hjartans ekkert vægi og engan hljóm.
Hjá honum heyrist aðeins í suði hugans um meira, betra, seinna, áður, kannski, of og van og nei nei, ó og æ og á og alls ekki!