Alger sprenging í sölu kynlífstækja hér á landi
Íslenskar konur tóku vel í útgáfu bókarinnar „Fifty Shades of Grey“ og bíða spenntar eftir að komast á myndina sjálfa sem virðist vera slá aðsóknar met í kvikmyndahúsum um allan heim.
Við könnuðum málið hjá Gerði Arinbjarnar eiganda Blush.is og fengum hana til að segja okkur sitt hvað um kynlífstæki og hvað henni fyndist um myndina sjálfa.
Hvað er Blush.is?
Blush.is er netverslun sem sérhæfir sig í sölu á hágæða kynlífstækjum og við bjóðum einnig upp á fríar heimakynningar fyrir vinkonu hópa. Við mætum á staðinn og kynnum uppáhalds vörurnar okkar og svo í lokin gefst konur tækifæri á að versla. Ótrúlega skemmtileg viðbót við saumaklúbbinn eða t.d gæsapartýið.
Hverjar eru svona vinsælustu vörurnar ykkar?
Það sem hefur selst langmest af hjá okkur frá því við opnuðum fyrir tæpum 4 árum síðan er Egg sem heitir NEA. Ég ráðlegg stelpum ef þeim langar að eiga eitthvað kynlífstæki þá er eggið algjörlega málið. Eggið er notað til að örva snípinn og NEA er alveg einstakt egg að því leitinu til, það er endurhlaðanlegt og lagið á því fullkomið til að nota í kynlífi með maka sínum.
Eru einhverjar vörur sem seljast meira núna en áður eftir að myndin kom í sýningu?
Já ég hef fundið frekar mikinn mun. Við seldum til dæmis gríðarlegt magn af svipum og grindabotnskúlum þegar bókin kom fyrst út. Það ver alveg greinilegt að þarna hafði fólk verið að lesa bókina og langað að prufa. Annað sem kom mér virkilega á óvart var að endaþarms dót fyrir karlmenn hefur aukist í sölu, spurning hvort að það tengist eitthvað bókinni eða að landinn er bara allur að opnast fyrir kynlífstækjum yfir höfuð. Blöðruhálsinn er alla veganna eitthvað sem kalmenn ættu að kanna. Það er komin út spes lína af kynlífstækjum eftir að bókin var gefin út og bættu svo í vöru úrvalið í tilefni myndarinnar sem hafa fengið mjög góðar viðtökur. Það er hægt fá flestar ef ekki allar vörur sem eru notaðar í bókinni svo að það ætti ekki vera erfitt fyrir fólk að taka smá „Role Play“ og skella sér í skemmtilegan leik heima fyrir.
Hvernig fannst þér svo myndin sjálf?
Ég veit að það hafa verið mjög skiptar skoðanir á bæði bókinni og myndinni, ég held að fólk þurfi aðeins að átta sig á að þessi mynd sýni ekki réttan raunveruleika eins og fæstar rómantískar kvikmyndir gera. Myndin sjálf er skemmtileg og líkamann til að hitna aðeins. Leikararnir eru svolítið B leikarar að mínu mati, fannst þeir ekkert spes, en þau gera sitt besta og ég elska söguna sjálfa svo það gerir það að verkum að ég mér langi til að sjá hana aftur, hún fær því 4 stjörnur.
Kíktu inn á Blush.is og láttu hugann reika. Gerður býður lesendum Heilsutorgs 15% afslátt við vörukaup. Eina sem þú þarft að gera er að slá inn er Blush2015 í afsláttakóðann við vörukaupin.
Fylgstu með okkur á Facebook