Tíu ár á mili mynda.
Góðan daginn.
Á milli þessara mynda eru 10 ár.
Fyrri myndin er svo þreytt og uppgefin kona á aðfangadagskvöld.
Seinni myndin....ekki svo spræk ný komin úr stórri aðgerð .
En samt allt önnur og ferskari.
Kannski ef ég hefði tekið í taumana þarna á fyrri myndinni....
Hefði ég ekki endað í svona stórum uppskurði.
Þar sem kviðslit ofan í kviðslit vegna offitu var búið að afskræma magann minn.
Jú ég fékk líka gallsteina upp úr offitunni....og endaði fárveik og stór uppskurður þar líka.
Og svuntan var orðin gríðaleg.
En það er voðalega ljúft að vera vitur eftir á.
Og þessi lífsreynsla mín er kannski eitthvað sem aðrir geta lært af.
Að verða tugum kílóa of þung/ur er ekki bara erfitt heldur líka hefur varanlegar afleiðingar.
Og í dag er ég að glíma við offituna ennþá.
Þótt kílóin séu farin að verða 60 ....þá sit ég uppi með líkama sem bar alla þessa yfirvigt í svo mörg ár.
Og líkaminn er ekki og verður aldrei aftur samur.
Ætli ég geti ekki kallast víti til varnaðar :)
Ef þú sem þetta lest ert búin að missa tökin.
FÁÐU hjálp.
Hjálpin er til.
Ekki gefast upp.
Það að ná tökum á huganum sem svo leiðir til þess að virðingin á sjálfan sig verður öflugri....hefur afleiðingar :)
Góðar afleiðingar :)
Og í dag er ég þakklát .
Þakklát sjálfri mér að hafa tekið í taumana.
Ég væri sennilega að glíma við ennþá stærri vandamál í dag tengt offitu ef ég hefði ekki fengið þá hjálp sem hentaði mér.
Aldrei gefast upp <3
GET-SKAL-VIL.
Njótið dagsins .