Allt sem þú þarft að vita um magnesíum
Líkaminn þarfnast magnesíum til ýmissa verka.
Magnesíum tekur þátt í um 300 efnafræðilegum hlutverkum í líkamanum.
Vöðvar þurfa magnesíum og einnig taugar til að senda og taka á móti skilaboðum. Það heldur reglu á hjartslætti og heldur ónæmiskerfinu sterku.
Flestir eiga að geta fengið nóg af magnesíum úr mat, eins og t.d grænu grænmeti, heilkorni, baunum, hnetum og fiski.
Magnesíum töflur eru oft auglýstar sem „súper töflur“ sem geta lagað langan lista af kvillum, má nefna stífa vöðva, orkuleysi og svefnvandamál.
En, hugsaðu þig tvisvar um áður en þú teygir þig eftir boxi af magnesíum út í næstu búð eða apóteki.
Næringarráðgjafi hjá Beth Israle Medical Center að nafni Dr. Bruce Bistrian segir að magnesíum skortur hjá fólki sé mjög sjaldgæfur.
„Nýrun hafa þann ótrúlega eiginleika að endurvinna magnesíum tap í þvagi og koma þannig stöðugleika á magnesíum í líkamanum“ segir hann.
Fyrir þá sem eiga við það vandamál að taka í sig magnesíum í gegnum mat – eins t.d þeir sem eru með Seliak sjúkdóminn, nýrnaveikir, alkóhólistar eða þeir sem eru með króníska meltingar sjúkdóma þá getur verið gott að hafa magnesíum til inntöku. Það getur í mörgum tilvikum verið mjög nauðsynlegt.
En hvað um allt sem verið er að segja um magnesíum ? Frábært til að taka inn og auka orku, sofa betur og linar verki í líkama.
Dr. Bristrian er efins. „ Það eru engar sannanir fyrir því svo að ég viti til að magnesíum hafi einhver áhrif á þessi einkenni“ .
Ef þú hefur áhyggjur af því að þig skorti magnesíum þá skaltu tala við lækninn þinn og óska eftir blóðprufu.
Til að viðhalda sem bestu magnesíum magni í líkamanum þá er best að ná í það úr mat. Þá má sérstaklega nefna mat sem er ríkur af trefjum eins og dökkgrænt grænmeti, annað grænmeti og baunir.
Ráðlagður dagsskammtur (RDS) af magnesíum úr mat er um 420 mg. Þetta á við karlmenn á aldrinum 50 ára og eldri. Hins vegar er RDS af magnesíum úr fæðubótarefnum fyrir bæði konur og karla um 350 mg á dag.
Matur sem er ríkur af magnesíum:
Lófafylli af möndlum – 80 mg
½ bolli af frosnu spínati- elduðu – 78 mg
¾ bolli af grófu morgunkorni – 64 mg
1 meðal stór bökuð kartafla með hýði – 48 mg
½ bolli af nýrnabaunum – 35 mg
Grein af vef Harvard Medical School