Alltaf tilefni til að hreyfa sig - hreyfivika hófst 4.maí og stendur til 24.maí
Nú er sumarið eiginlega komið. Enginn hefur því lengur afsökun til að hreyfa sig ekki.
Heilsu- og hvatningarátakið Hjólað í vinnuna sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) stendur fyrir, hófst 4. maí og stendur það til 24. maí.
Taktu þátt í Hreyfiviku UMFÍ
Hreyfivika UMFÍ tekur við af átaki ÍSÍ. Hreyfivikan hefst 23. maí og stendur hún til 29. maí. Það er lítið mál að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ. Þeir sem vilja búa til viðburði og taka þátt kallast boðberar hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ. Viðburðirnir geta verið allt frá göngutúr með samstarfsfólki í vinnunni til opinna íþróttaæfinga.
Fleiri og fleiri hafa tekið þátt í Hreyfiviku UMFÍ og voru þátttakendur um 40.000 í fyrra.
Ef þú skráir þig sem boðbera hreyfingar í Hreyfiviku UMFÍ þá ferðu í pott og getur átt von á því að vinna ýmsa flotta vinninga frá Ölgerðinni og 66°Norður.
Hjólað í vinnuna hefur verið í gangi síðan árið 2003 og er markmið þess að verkja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta.
Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu í þrjár vikur í maí ár hvert.
Nú er bara um að gera og hreyfa sig. Þú hefur enga afsökun til að gera það ekki.
Svo er alltaf gott að fá smá sól í kroppinn.
Gætið ykkar í umferðinni
En hjólreiðamönnum hefur fjölgað mikið undanfarin ár og eru þeir margir á götunum, sérstaklega þegar Hjólað í vinnuna er í gangi. Hjólreiðamenn verða að gæta sín í umferðinni og ökumenn að taka tillit til fólks sem er úti í heilsusamlegum tilgangi.
Þetta skemmtilega myndband hér að ofan sýnir vel tillitssemina sem bæði hjólafólk og ökumenn þarf að sína í umferðinni í sumar.