Fara í efni

Álögin eru ólík, afar góð hugleiðing frá Guðna svona í byrjun nýrrar viku, gleðilegan mánudag

Að aðlagast frelsinu.
Hugleiðing á mánudegi~
Hugleiðing á mánudegi~
Að ofblindast ekki.
 
Ef þú hefur verið í fangelsi þá þarftu að aðlagast ljósinu – aðlagast frelsinu. Aðeins fáir afbrotamenn þola við í ljósinu, sérstaklega í fyrstu atrennu; þannig snúa þeir aftur í umgjörðina sem við köllum fangelsi.
 
Þetta er leikurinn sem við leikum, en álögin eru ólík. Hvað er að vera fangi? Hvað er að vera alkóhólisti? Hvað er að vera nikótínisti?
Birtingin á fjarverunni fer eftir þörfum hvers og eins.
 
Þarftu mat til að valda þér þjáningu og fjarveru? Áfengi? Eiturlyf? Kynlíf? Tóbak? Afreksleit? Sjúkdóma? Veikindi? Slen? Rómantík? Skömm?

Á hverju er nógu mikil hleðsla til að halda þér uppteknum frá augnablikinu?