Virtur alþjóðlegur förðunarskóli opnar á Íslandi
Í ágúst 2015 mun MUD Make-Up Designory ásamt Kristínu Stefánsdóttur (No Name) opna fyrsta alþjóðlega förðunarskólann á Íslandi. MUD förðunarskólinn er stærsti förðunarskóli Bandaríkjanna og var stofnaður í Los Angeles árið 1997. Skólinn er nú starfræktur í 18 fylkjum Bandaríkjanna og 7 Evrópulöndum og mun Ísland bætast í þann hóp næstkomandi ágúst.
Ég náði stuttu spjalli við Kristínu og er undirbúningur í fullum gangi fyrir komandi skólaár og hafði hún þetta að segja:
„Okkur finnst svo skemmtilegt að getað komið með alþjóðlegan förðunarskóla hingað til landsins og getað boðið nemendum uppá útskrift með alþjóðleg réttindi sem Make up artist frá MUD. Skólinn er mjög virtur og mjög virkur í alls konar verkefnum til dæmis Miss World, Fashion week alls staðar í heiminum, sjónvarpsþáttagerð og öllu því sem tengist förðun. Við verðum einungis með erlenda kennara frá MUD til að sjá um kennsluna og fer kennslan fram á ensku.“
Það eru greinilega nýir og spennandi tímar fyrir bæði konur og herramenn sem vilja koma sér áfram í hinum stóra heimi og ná sér í alþjóðlega gráðu í make up bransanum.
Stefna MUD skólans er að bjóða uppá hágæða förðunarnám sem uppfyllir ströngustu kröfur nútíma förðunar. Miklar kröfur eru gerðar til kennara og fyrst um sinn verða eingöngu erlendir kennarar. Grunnnámið er 210 kennslustundir og að auki er boðið uppá fjölmörg sér námskeið eins og Airbrush, leikhúsförðun og fleira. Námið samanstendur af metnaðarfullri kennslu, ítarlegu námsefni og ríkulegum vörupakka.
Þeir sem ljúka námi við MUD fá síðan alþjóðlega viðurkenningu sem Make-Up artist sem gefur mikla möguleika á að sækja sér vinnu við fagið erlendis. MUD styður mjög vel við bakið á útskrifuðum nemendum og aðstoðar þá við að afla sér verkefna.
Ísland er svo sannarlega komið á landakortið hjá þeim í MUD
Allar nánari upplýsingar hér:
Tengt efni:
- 8 skotheld ráð til að virka unglegri
- DIY – Gerðu þitt eigið þurrsjampó
- 10 ráð til að viðhalda heilbrigðri húð
- Ef kremin virkuðu væri enginn hrukkóttur