Dásamlegu appelsínur... þær eru líka svo sumarlegar
“Orange strengthens your emotional body, encouraging a general feeling of joy, wellbeing and cheerfulness” – Tae Yun Kim
Hver elskar ekki dásamlegu og djúsí appelsínurnar? Þær eru afar vinsælar meðal íþróttafólks því þær gefa gott orkuskot t.d fyrir æfingar eða útihlaup. Njóttu þess að borða eina eða tvær appelsínur á dag, þær eru hollar, góðar og.... lestu áfram...
Vörn gegn krabbameini
Appelsínur eru ríkar af sítrus limonoids sem er víst sannað að berst gegn mörgum tegundum af krabbameini og má þar nefna, húð, lungna, brjósta, maga og ristilskrabbamein.
Geta komið í veg fyrir nýrna sjúkdóma
Að drekka appelsínusafa reglulega getur komið í veg fyrir nýrnasjúkdóma og dregur úr líkum á nýrnasteinum.
Ath: drekkið appelsínu djús í hófi, djúsinn getur verið hár í sykri og getur þar af leiðandi orsakað tannskemmdir.
Eru góðar fyrir lifrina
Samkvæmt tveimur rannsóknum sem gerðar voru í Japan, það að borða mandarínu- appelsínur dregur úr áhættunni á krabbameini í lifur. Þetta er sennilega vegna þess að appelsínur innihalda A-vítamín sem er þekkt sem carotenoids.
Þær lækka kólestrólið
Appelsínur eru fullar af trefjum og eru því afar góðar í baráttunni við kólestról.
Appelsínur og hjartað brosir
Í appelsínum er mikið magn af kalíum (potassium) sem er steinefni og er mikilvægt hjartanu. Þegar kalíum lækkar í líkamanum er hætta á óeðlilegum hjartslætti sem er þekkt undir nafninu hjartsláttaróregla.
Styrkja ónæmiskerfið
Appelsínur eru fullar af C-vítamíni sem ver frumurnar okkar með því að eyða stoðeindum, en þær geta orsakað króníska sjúkdóma eins og krabbamein og hjartasjúkdóma.
Þær berjast gegn veirusýkingum
Rannsóknir hafa sýnt að gnægð af polyphenols í appelsínum ver líkamann gegn vírusum.
Losa um hægðartregðu
Afþví að appelsínur eru ríkar af trefjum þá örva þær meltinguna og losa um hægðartregðu.
Góðar fyrir sjónina
Appelsínur eru ríkar í karótenóíð sem er efni er breytist í A-vítamín og styrkir þannig sjónina.
Þær koma lagi á háan blóðþrýsting
Flavonoid hesperidin sem finnst í appelsínum kemur lagi á háan blóðþrýsting og magnesium er einnig í appelsínum og hjálpar það til við að halda góðum blóðþrýstingi.
Verja húðina
Í appelsínum má finna beta-carotene sem er öflugt andoxunarefni og ver það frumurnar gegn ótímabærri öldrun.
Heimildir: care2.com