Áreiti lífsins - sunnudagshugleiðing Guðna
Viðnám - Streita
Oftast er talað um viðnám í merkingu rafmagns eða mótstöðu. En hjá mér þýðir orðið að vera við nám. Allt áreiti lífsins felur í sér verðmætar upplýsingar og tækifæri til vaxtar. Viðnám okkar gagnvart tilteknu áreiti segir sína sögu og opinberar viðhorf okkar. Með því að líta áreitið jákvæðum augum get ég lært af því – lært að þekkja mig betur.
Viðnám getur hæglega verið streita – þegar við viljum ekki vera eins og við erum, þar sem við erum.
Viðnám er algengasta leiðin til að fást við áreiti og mesti streituvaldur samtímans. En um leið og við skiljum að allt viðnám er tækifæri og blessun en ekki böl þá breytist viðnámið í flæði og frjálst rennsli.
Viðnámið, sem áður var streita, breytist í rými og reynslu og verðmætt tækifæri til vaxtar.