Ásdís Hjálmsdóttir í viðtali
Fullt nafn: Ásdís Hjálmsdóttir
Aldur: 27 ára
Starf: Atvinnuíþróttamaður
Maki: Hilmir Hjálmarsson
Börn: Ekki ennþá
Hvað dettur þér fyrst í hug þegar þú heyrir orðið „járnkarl“ : Kvalið fólk að hlaupa í sundfötum og minningar úr byggingarvinnunni þegar við vorum að brjóta hellur.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf til í ísskápnum: Egg, lýsi og ????
Hvaða töfralausn trúir þú á?: Góðan svefn!
Ef þú værir staddur/stödd á eyðieyju hvað myndir þú ekki vilja vera án: Matar
Hver er þinn uppáhaldsmatur?: Lambalærið hennar mömmu með sætum kartöflur og grænmeti.
Hvort borðar þú brúnan eða hvítan sykur ?: Ég reyni nú bara að forðast bæði eins og ég mögulega get.
Hvað æfir þú oft í viku: Það er mismunandi eftir tímabilum en fer mest upp í svona 10 sinnum í viku.
Ef þú ætlar að „tríta“ þig sérlega vel hvað gerir þú ?: Fer í baðstofuna í Laugum í góða afslöppun, skelli mér svo á Saffran og fæ mér lambið og enda svo jafnvel á bragðaref með bláberjum, jarðaberjum og kókos.
Hvað er erfið æfing í þínum huga ?: Áskorun!
Hvað segir þú við sjálfan/sjálfa þig þegar þú þarft að takast á við stórt/erfitt verkefni ?: Eitt skref í einu.
Þegar þú liggur andvaka, hvað hugsar þú um ?: Yfirleitt alltof mikið og þess vegna er ég andvaka svo ég reyni að taka slökunaræfingar og einbeita mér að andardrættinum.
Hvernig líta „kósífötin“ þín út ?: Joe boxer náttbuxurnar mínar og hlýrabolur.
Þegar þú færð þér skyndibita hvað færð þú þér oftast ?: Þar sem Saffran flokkast tæknilega sem skyndibiti þá yrði ég nú að segja að það er það sem ég fæ mér oftast. Alvöru sveittan skyndibita fæ ég mér mjög sjaldan en ætli það sé ekki oftast einhvers konar hamborgari.