Fara í efni

Ásdís Rán í viðtali

Það vita flest allir íslendingar hver Ásdís Rán er. Þessi Gullfallega kona er móðir, hún rekur fyrirtæki og er vinsæl fyrirsæta út um allan heim.
Ásdís Rán
Ásdís Rán

Það vita flest allir íslendingar hver Ásdís Rán er. Þessi Gullfallega kona er móðir, hún rekur fyrirtæki og er vinsæl fyrirsæta út um allan heim.

Ég fékk hana í smá yfirheyrslu varðandi heilsu og eitt og annað.

Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat?

Það fer alveg eftir því í hvaða landi ég er stödd en þar sem ég er núna á Íslandi þá fæ ég mér yfirleitt Hámark prótein drykk, Myoplex lite shake, banana og 2 egg eða Hafragraut og auðvitað kaffi. Þetta fer líka allt eftir því hvort ég fari í brennslu eða að lyfta.

Fyrir þyngri æfingar þá skiptir máli að hlaða sig svolítið upp af kolvetnum en fyrir brennslu þá borða ég sem minnst.

Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?

Ef ég hugsa út í það að þá klikka ég yfirleitt aldrei á því að eiga egg og Hámark prótein drykk.

Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir alls ekki verið án?

Síminn, bleiki varaliturinn og tölvan mín.

Áttu gott ráð við "morgun ljótunni" sem við sumar lendum í?

Já, setja á sig soft brúnkukrem annað slagið. Ég nota yfirleitt mist sprey og finnst best að úða smá yfir andlit og niður á bringu á kvöldin, svo blæs ég aðeins yfir það með heitum blæstri úr hárblásara í c.a 30 sekúndur og leyfi húðinni að jafna sig í 1 til 2 klukkutíma fyrir svefn. Ekki þvo andlitið eða setja krem eftir þetta. Bara muna að setja brúnkuspreyið á tandur hreint andlitið.

Ef notað er létt sprey sem er ekki of dökkt getur það gert kraftaverk við "morgun ljótunni" í 2 til 4 daga. Andlitið fær smá gylltan lit, verður frísklegra og geislandi. Þetta ætti ekki að klikka. Annað ráð er að eiga alltaf þurrsjampó. Svo er bara stökkva inn á bað og úða vel yfir svefnlubbann og hárið verður eins og ný þvegið.

Uppáhalds nammið þitt?

Allt sem heitir súkkulaði.

Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?

Það er misjafnt, 3 til 5 sinnum í viku og stundum meira ef ég er extra dugleg. Ég lyfti yfirleitt 3svar í viku og bæti svo við brennslu inn á milli í 40 til 50 mínútur þegar ég get.

Finnst þér íslendingar almennt duglegir að hreyfa sig?

Já það er svona annað hvort eða ekki. Fitness geirinn hefur stækkað mikið en um leið eru margir líka að fitna. Ég sé mikinn mun á konum hérna frá því ég flutti frá Íslandi fyrir 8 árum. Þær eru töluvert sverari núna en þær voru þá.

Ef þú ættir ekki bíl, hvernig myndir þú fara á milli staða í Reykjavík?

Ég myndi redda mér bíl einhvern veginn. Annað kæmi ekki til greina.

Kaffi eða Te?

Kaffi.

Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?

"Follow your dreams" Það skiptir öllu, þetta er bara eitt líf og það vill enginn sitja í lokin á dánarbeðinu og hugsa um allt sem hann eða hana dreymdi um að upplifa eða gera en gerði aldrei.

Flestar rannsóknir sem hafa verið gerðar um það hvað fólk sér mest eftir í lífinu hafa sýnt að í flestum tilvikum eða 80-90% er það að elta ekki draumana sína heldur láta stjórnast af áliti eða skoðnunum annarra.

Það er gott að spyrja sjálfan sig, hvað vil ég gera eða framkvæma, hver er minn draumur? Og vinna svo markvisst að því að láta hann rætast. Ef hann rætist ekki þá er allavega hægt að segja "ég reyndi mitt besta" sem er töluvert betra en að reyna ekkert og ef hann rætist þá er um að gera að finna nýjan draum til að elta strax.

Ég er nokkuð viss um að allir eiga sér einhverja drauma sem þeir gætu látið rætast ef viljinn er fyrir hendi.