Ásta Kristjánsdóttir í smá yfirheyrslu
Það má segja um hana Ástu að hún sé mikill frumkvöðull. Hún hefur haft í nægu að snúast síðastliðin ár en í dag þá er það ljósmyndun sem á hug hennar allan.
Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Ég vakna með fjölskyldunni og fæ mér hafragraut, olíur og vítamin. Ég skelli svo Penzím í andlitið, það er alveg magnað stuff.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Egg og bananar. Maður getur alltaf fengið sér holla góða máltið ef þetta tvennt er til
Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?
Penzím er eitthvað sem ég nota alltaf til að koma í veg fyrir að fá þurrk í andlitið. Jóga tímarnir í Baðhúsinu og svo gufa á eftir, endurnýjar mig gjörsamlega og heldur líkamanum á mér góðum. Coda fundir halda mér í góðu jafnvægi og að vera í kringum fjölskyldu og vini gefur mér lífsfyllingu og hamingju. Gæti ekki funkerað án þessara atriða.
Ef þú vaknar extra úldin á morgnana hvað er þitt besta ráð til að ná ferskleikanum aftur ?
Dýfa andlitinu ofaní klakavatn eða bara fara aftur að sofa, svefn er vanmetin.
Hver er uppáhalds tími dagsins ?
Það fer alveg eftir hvað stendur til að gera hvern dag. Vinnudagurinn er aldrei eins hjá mér. Stundum er ég á setti frá morgni til kvölds og aðra daga að eftirvinna myndir eða funda. Ég elska fjölbreytni og það er mjög misjafnt hver minn uppáhalds tími dags er.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég fer í jóga þvisvar í viku og svo göngutúra á milli.
Finnst þér íslendingar almennt duglegir að hreyfa sig?
já, ég held það.
Ef þú ættir ekki bíl, hvernig myndir þú fara á milli staða?
Þá þyrfti Rúnar, maðurinn minn reiða mig á sínu hjóli. Nei, ætli ég mundi ekki bara taka strætó.
Kaffi eða Te ?
kaffibolla 3-4 sinnum í viku, því það gerir mig allt of hyper. Ég drekk Te daglega.
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Ég er með þrjú mjög góð ráð, öll mikilvæg. Að sofa vel, svefn er svo mikilvægur og við sofum flest of lítið. Drekka nóg af vatni og síðast en ekki síst þarf að huga að sálinni, rækta andlegu hliðina því ef hún er í lagi blómstrum við að innan sem utan.
Ef þig langar að sjá myndir eftir hana Ástu þá er HÉR linkur á síðuna hennar.