Fara í efni

Átta stórgóð förðunarráð fyrir húð sem er byrjuð að eldast

Hér eru átta förðunarráð fyrir húð sem er byrjuð að eldast.
Átta stórgóð förðunarráð fyrir húð sem er byrjuð að eldast

Hér eru átta förðunarráð fyrir húð sem er byrjuð að eldast. Litaraft húðarinnar breytist með aldrinum og fínar línur og hrukkur fara að sjást.

Því er ekki úr vegi að draga nýjar áherslur og finna lausnir sem henta þessum breytingum.

 

 

Átta góð ráð

1. Næring

Mikilvægt er að næra húðina og þá sérstaklega þegar við eldumst. Í hvert skipti sem þú hreinsar húðina berðu þá gott nærandi krem á hana strax á eftir. Ef þú ætlar síðan að farða húðina skaltu bíða með það í smá stund svo húðin nái að draga í sig rakann úr kreminu.

2. Húðliturinn

Ein af einfaldari lausnum fyrir unglegra útlit er hlýr húðlitur en húðin missir gjarnan þann eiginlega með hærri aldri. En úr því má bæta með því að nota meik eða dagkrem sem er hálf gult á litinn – við erum samt ekki að tala um sinnepsgult hér heldur miklu mildari lit.

3. Hyljari

Notaðu fljótandi hyljara á bauga og krákufæturna kringum augun. Hyljarinn dregur úr fínum línum. Ef notaður er hyljari sem er stifti sest það frekar í línurnar og gerir þær enn sýnilegri.

4. Förðunarsvampur

Prófaðu að nota lítinn förðunarsvamp þegar þú setur farða á húðina. Bleyttu svampinn örlítið og kreistu hann til að ná mesta vatninu úr honum. Settu síðan örlítinn farða á hann. Vatnið á svampinum virkar eins og þynningarefni sem gerir það að verkum að farðinn verður ekki eins þykkur.

Þykkur og of hyljandi farði hentar eldri húð ekki jafn vel. Svona hálfgegnsæ förðun gefur húðinni frekar þann ljóma sem einkennir unga húð.

5. Þurrt eða kremkennt

Eins og áður sagði þarfnast húðin mikils raka og góðrar næringar. Þess vegna hentar ekki að nota kökumeik og mikið púður. Leitastu við að velja litað dagkrem, fljótandi meik, gel og fleira í þeim dúr. En losaðu þig við allt sem er í þurru púðri.

6. Augabrúnir . . . lesa meira