Fara í efni

Aukin notkun á munntóbaki á eftir að skila sér í holskeflu krabbameinstilvika

En þetta segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum og talar hún um að þessi aukning muni aðalega verða hjá fólki á besta aldri.
Þetta er alveg jafn óhollt og að reykja
Þetta er alveg jafn óhollt og að reykja

En þetta segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum og talar hún um að þessi aukning muni aðalega verða hjá fólki á besta aldri.

Slímhúðarskemmdir í munni og önnur mein af völdum tóbaks sem sett er í munn getur komið af stað ferli sem endar með krabbameini. Þetta segir Agnes Smáradóttir, krabbameinslæknir á Landspítalanum. Hún segir tannlækna hafa orðið vara við slíkar skemmdir og kveðst óttast að munntóbaksnotkun ungmenna nú eigi eftir að koma fram í holskeflu krabbameins í munnholi og hálsi eftir um tuttugu ár eða svo.

„Ef skemmdir sjást í fólki á tvítugsaldri þá verður það um fertugt eftir tuttugu ár, og það er heldur ungt til að fá krabbamein.“

Hingað til segir Agnes mjög erfitt hafa verið að meðhöndla krabbamein í munnholi og hálsi. „Þau dreifa sér ekki mikið, en vaxa mjög aggressívt, þannig að kannski þarf að taka kjálkann eða tunguna. Það er meiriháttar mál að fá þessa tegund krabbameins.“

Agnes varar við fullyrðingum, sér í lagi í tengslum við frumvarp til breytinga á lögum um tóbaksvarnir, um að munntóbak sé skaðlítið, eða góður kostur fyrir fólk sem vilji hætta að reykja.

„Ég veit nú samt ekki til þess að gerðar hafi verið rannsóknir á íslensku tóbaki, en geri ekki ráð fyrir að það sé bráðhollt í samanburði við erlent munntóbak, þótt vissulega geti það verið misjafnt.“

Margbúið er að sýna fram á skaðsemi munntóbaks í erlendum rannsóknum, þar á meðal nýjum rannsóknum á „sænsku snusi“ sem bendi til að notkun þess leiði til aukinnar hættu á krabbameini í munnholi og hálsi. „Og maður hefur af þessu verulegar áhyggjur því markhópurinn sem er að nota þetta eru ungir íþróttamenn.“

Agnes segir umræðuna nú minna á umræðu um reykingar fyrir um þrjátíu árum. „Þá hafði enginn trú á því að þetta gæti haft einhvern skaða í för með sér. En svo kemur í ljós að í heiminum deyja hundruð milljóna manna af völdum reykinga.“

Höfundur: Óli Kristján Ármannsson

Grein fengið af hun.is 

dd