Ávaxtakrap fyrir yngsta fólkið - Snilld að eiga á nammi dögum sem og heitum sumardögum!
Hvernig væri að skella í svona góðgæti og eiga í frystinum, tilbúði fyrir helgina sem er að koma. Þetta er hollara en sætindi og góð hugmynd fyrir nammi - daginn!
Besta leiðin til að búa til ávaxtakrap heima, er að nota frosna ávexti.
Auðvitað er best að drekka ávaxtakrap á heitum sumar dögum, en því ekki að búa til krap og eiga í frystinum handa yngstu fjölskyldumeðlimunum. Það er betra að grípa í það heldur en sætindi.
Það tekur 5 mínútur að undirbúa ávaxtakrap.
Innihald:
1 bolli af frosnum ávöxtum. (mangó, ananas, bananar, vatnsmelóna og ber)
1 bolli af lífrænum djús. ( epla, appelsínu eða ananas djús ósykraður)
Setjið ávextina í blandara og hellið helmingnum af djúsnum með.
Blandið þangað til engir kekkir eru sjáanlegir. Hellið svo restinni af djúsnum út í og blandið vel.
Ávaxtakrap er mjög hollt og öllum börnum ætti að líka það. Það býður upp á svo marga möguleika varðandi val á ávöxtum og berjum.
Þetta er einnig frábær leið til að fá yngstu börnin til að borða ávexti og drekka í sig vítamínin sem eru svo nauðsynleg.
Einnig má bæta kókosmjólk saman við ávaxtakrap til að fá smá tilbreytingu.