Avokadó & bananasmákökur
Avokadó inniheldur m.a. B- og E-vítamín, betakaroteníð, trefjar, andoxunarefni, fólínsýru, jurtanæringarefni og hollar einómettaðar fitusýrur. Þrátt fyrir að vera fituríkur ávöxtur þá er fitan í avokadó heilsusamleg fyrir okkur.

Avokadó & bananasmákökur
Avokadó & bananasmákökur
Innihald
¼ bolli vel þroskað og stappað avokadó
1/3 bolli vel þroskaður og stappaður banani
1 eggjahvíta
1 msk agave sýróp
3 msk haframjöl
6 msk möndlumjöl
2 msk kókoshveiti
1 tsk matarsódi
2 msk sólblómafræ
Aðferð
Allt hrært vel saman og sett á bökunarpappír með skeið.
Bakað við 180°C í u.þ.b. 15 mín eða þar til gullnar að lit.
Geymast í loftþéttu íláti í kæli í 2-3 daga.
Njótið!