Avókadó eggjasalat – geggjað á ristað brauð
Ekkert majónes að finna í þessu salati.
Sundum þá er gott að eiga hollan og góðan mat í ísskápnum til að skella í sig í hádeginu eða taka með sem nesti í vinnu eða skólann.
Skelltu því á ristað brauð eða rúllaðu því upp í tortillavefju.
Hráefni:
6 harðsoðin egg
1 ½ þroskað avókadó, tekið úr hýði og stappað í mauk
1 ½ tsk af sjávarsalti – eða magn eftir smekk
Leiðbeiningar:
Setjið eggin í pott og hyljið þau með vatni. Setjið lok á pottinn og hitann í botn. Látið suðu koma upp, lækkið í hitanum og látið egg sjóða í 10-12 mínútur.
Hellið vatni af eggjum og látið kalt vatn renna á þau. Egg þurfa að vera köld svo það er gott að setja þau í ísbað í 10 mínútur.
Þegar egg eru köld þá skal fjarlægja skurn og skera þau niður í grófa bita.
Setjið nú avókadó í skál og blandið saman við sítrónusafa og sjávarsalti.
Stappið avókadó en hafið það samt örlítið kekkjað.
Bætið eggjum saman við og hrærið öllu vel saman.
Skellið svo salati á ristað brauð eða í tortilla vefju. Gott er að setja með aðeins af þínu uppáhalds salati og smá papriku.
Njótið vel!