Avókadó og egg í brauðholu - Brjáluð morgunbomba!
Þessi tekur bara nokkrar mínútur, útheimtir ekki mörg hráefni og er alveg guðdómlega gott á morgunverðarborðið!
Þú verður að prófa avóakdó og egg í brauðholu!
Þessi uppskrift er alveg skotheld; sáraeinföld og tekur enga stund að snara upp. Ef þú ert avókadó-aðdáandi (eins og ritsjtórn) þá skaltu endilega prófa þessa, sem samanstendur af avókadósneiðum, spældu eggi og svo smjörsteiktu brauði.
Lítur fallega út ~ ekki satt!
Örlítið frábrugðinn morgunmatur, hriaklega góð leið til að byrja daginn og svo er hún holl líka. Þessa köllum við Hola í brauði en börnin eru líka hrifin af þessari, og það er ekki vitlaust að prófa að strá rifnum osti yfir dýrðina, nú eða teskeið af salsasósu!
Svona ferðu að:
Tvær vænar brauðsneiðar (súrdeigsbrauð með stökkri skorpu er geggjað)
Tvö egg
¼ avókadóaldin (niðursneitt)
Smjör
1 dl rifinn ostur
Hitaðu upp pönnu á eldavélinni. Byrjaðu á því að skera avókadó-aldin í tvo helminga og þegar þú hefur tekið steininn úr, skaltu skera aldinkjötið í þunnar sneiðar. Taktu nú fram brauðsneiðarnar og berðu smjörið á. Nú skaltu skera holu í miðja brauðsneiðina, sem er nægilega stór svo sitthvor sneiðin af avókadó smellpassi sitt hvoru megin við holuna. Eggið fer svo í miðju holunnar, en ekki fyrr en þú hefur sett tæpa matskeið af smjöri á vel heita pönnuna og brætt það.
Leggðu nú brauðsneiðarnar með avókadó-inu á pönnuna og brjóttu eggið í miðjuna á brauðsneiðinni. Kryddaðu til með örlitlu salti og pipar. Lækkaðu nú hitann á pönnunni og leyfðu brauðinu að steikjast þar til skorpan er orðin gullinbrún og eggið farið að lokast. Snúðu nú brauðinu varlega á hina hlðiina og láttu bakast vel í 1 – 2 mínútur. Stráðu nú rifnum osti yfir brauðsneiðarnar og leyfðu að bráðna, áður en þú berð brauðið fram.
Verði þér að góðu!
Ef þú vilt skoða fleiri girnilegar uppskriftir kíktu þá á KVON.