„Bara ég hefði aldrei byrjað“ Dagur án tóbaks 31. maí
Dagur án tóbaks 31.maí.
Á Degi án tóbaks, 31. maí, verður sýnd á RÚV heimildamyndin „Bara ég hefði aldrei byrjað“.
Í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra.
Að myndinni standa í sameiningu Astma- og ofnæmisfélag Íslands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga.
Öll hafa þessi samtök komið á margvíslegan hátt að tóbaksforvörnum og fræðslu um skaðsemi reykinga, um áhættuþætti og afleiðingar þeirra. Styrktaraðilar myndarinnar eru ÁTVR, Embætti landlæknis, Nicorette og Pfizer.
Munið Instagram heilsutorgs #heilsutorg ef þú ert að hætta að reykja.