Baráttan við offitu barna: 2 ára börn send í opinberar „fitubúðir“
Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi upplýsu í morgun að börn allt niður í tveggja ára gömul hafa verið send í svokallaðar „fitubúðir“ með það að markmiði að leysa offituvanda barna.
Segir í yfirlýsingu að meira en 700 börn á aldrinum 2 til 18 ára hafi verið send til Lothian í Skotlandi þar sem þeim og foreldrum þeirra eru kennt að borða heilsusamlega, hreyfa sig reglulega og „taka jákvæðar ákvarðanir þegar kemur að lífstíl“, hefur Daily Mail eftir forsvarsmanni breskra heilbrigðisyfirvalda.
Engin miskunn
Líkt og Pressan greindi frá nýlega þá hyggst breska ríkisstjórnin ekki sýna offitu neina miskunn og hyggst David Cameron skerða bætur til þeirra sem neita að létta sig. Af þessum 700 börnum eru nú 188 af þeim undir 11 ára aldri og hefur sú tala aukist frá 68 börnum fyrir þremur árum. Segja sérfræðingar þar í landi að mikil hætta vofi yfir þeim börnum sem fæðast of þungum mæðrum og tileinki sér snemma óheilbrigðan lífstíl sem einkennist af kyrrsetu og óhollu fæði.
Þar til gerðar „fitubúðir“ má finna víðsvegar um heiminn, hér má sjá mynd frá slíkum búðum í Kína.
"Vandamálið hefst við þungun. Konur í yfirvigt fæða stærri börn með meiri fitu utan á sér sem er byrjunin á vítahringnum. Sem börn munu sum þeirra byrja að skríða og hreyfa sig, en í sumum fjölskyldum þá verða börnin fljótlega kyrrsett fyrir framan sjónvarpið með alvarlegum afleiðingum,"
segir Dr. Raj Bophal prófessor í almannaheilsu við Edinborgarháskóla, segir hann að offita í æsku auku líkurnar töluvert á offitu síðar á ævinni:
"Þegar þau eu komin á unglingsaldurinn þá eru börnin sem ólust upp of feit strax komin á áhættuhóp þegar kemur að sykursýki og þegar þau eru komin á þrítugs- og fertugsaldur þá eru þau í áhættuhópi þegar kemur að sykursýki, hjartasjúkdómum og krabbameini ásamt stoðkerfisvandamálum."
Raj segir að fleira þurfti til svo hægt sé að sporna við þessarri þróun, horfa þurfi á vandamálið í heild og byrja á að skoða skattlagningu óhollra matvæla:
"Ríkið hefur verið tregt til að grípa inn í og hafa sett þetta á hendurnar á neytendum, en það er ekki að virka og við þurfum því að skoða aðrar leiðir."
Of feit þegar þau byrja í skóla
Eitt af hverjum sjö börnum í Skotlandi glímir við offitu og hafði þeim fjölgað um 400 á einu ári þeim fyrstu bekkingum sem glímdu við alvarlega offitu, eða um 3500 börn í heildina. Tam Fry, stjórnarformaður Child Growth-samtakanna segir tölurnar vera skammarlegar en komi þó ekki á óvart:
"Þetta gefur bara til kynna hversu slæmt ástandið er núna. Það þarf að fylgjast með öllum börnum og grípa þarf strax inn í áður en þau verða of feit."
Birt í samstarfi við