Beinráður
Nýjung hér á Beinverndarsíðunni er svokallaður Beinráður, áhættureiknir sem metur hversu miklar líkur eru á beinbrotum vegna beinþynningar miðað við tilteknar upplýsingar.
Nýjung hér á Beinverndarsíðunni er svokallaður Beinráður, áhættureiknir sem metur hversu miklar líkur eru á beinbrotum vegna beinþynningar miðað við tilteknar upplýsingar.
Áhættureiknirinn er hannaður af íslenska fyrirtækinu Expeda sem sérhæfir sig í hönnun á klínískum greiningartækjum eða svokölluðum Clinical Decision Support Systems (C-DSS). Hann er hannaður og framleiddur undir ströngu gæðaeftirliti og er CE vottaður.
Með þessum áhættureikni er nýjasta læknisfræðileg þekking gerð aðgengileg heilbrigðisstarfsfólki og einstaklingum sem þurfa örugga, áhrifaríka og öflugan læknisfræðilegan stuðning.
Beinráður er tvískiptur, annars vegar fyrir heilbrigðisstarfsfólk s.s. lækna og hjúkrunarfræðinga og hins vegar fyrir almenning. Hér á Beinverndarsíðunni er Beinráður fyrir almenning.
Til að kanna áhættuna smellið á Beinráð efst í valglugganum hægra megin á forsíðunni.
Heimild: beinvernd.is