Fara í efni

Beinþéttnimælir á ferð og flugi

Fyrir nokkru síðan gáfu íslenskir kúabændur Beinvernd lítinn færanlegan beinþéttnimæli sem er hælmælir er byggir á hljóðbylgjutækni og mælir hælbeinið sem gefur vísbendingu um ástand beinanna.
Beinþéttnimælir á ferð og flugi

Fyrir nokkru síðan gáfu íslenskir kúabændur Beinvernd lítinn færanlegan beinþéttnimæli sem er hælmælir er byggir á hljóðbylgjutækni og mælir hælbeinið sem gefur vísbendingu um ástand beinanna.

Þessi mælir er afar hentugur til að mæla beinþéttni og kanna hvort ástæða sé til nánari greiningar sem gerð er með stærri og nákvæmari beinþéttnimæli, svokölluðum DXA-mæli. Slíkir mælar eru til á Landspítalanum í Fossvogi, Sjúkrahúsinu á Akureyri og hjá Hjartavernd.

Eftir talsverðan undirbúning var ákveðið að mælirinn yrði lánaður á heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni í ákveðinn tíma í senn þannig að heilsugæslan gæti boðið upp á beinþéttnimælingar og fræðu um beinþynningu og forvarnir.

 

Nú er þetta mikilvæga verkefni að fara í gang og hefst það á Austfjörðum nú í apríl.

Mælirinn verður þar í nokkrar vikur og það er von félagsins að Austfirðingum líki vel að fá þessa þjónustu í heimabyggð.

Það verður spennandi að fylgja þessu verkefni eftir á næstu vikum og mánuðum.

Þessi gjöf frá íslenskum kúabændum mun efla til muna forvarnarstarf gegn beinþynningu á landsvísu því mikilvægt er að greina sjúkdóminn í tíma, áður en fyrsta brot verður.

Af vef beinvernd.is