Berjabrauð
Berjabrauð
Innihald: / 2 dl maísmjöl / 1/2 dl hörfræ (mulin í kaffikvörn) / 1 msk psyllium husks / 3 tskvínsteinslyftiduft / smá salt / 3 dl möndlu- eða hrísmjólk / 3-4 msk kókosolía / 1 dl frosin hindber.
- Hitið ofninn á 250gr.
- Blandið saman öllum þurrefunum.
- Blandið saman kókosolíunni og mjólkinni og hellið saman við þurrefnin.
- Látið deigið standa í ca. 5-10 mínútur.
- Bætið varlega nokkrum berjum við deigið en passið að liturinn smiti ekki með því að vera að hræra mikið í deiginu eftir að berin eru komin út í.
- Setjið í form og bakið í ca. 12-15 mínútur.
Þetta fallega brauð er ég búin að gera nokkrum sinnum. Mér finnst betra að setja það ekki í of djúpt form, þ.e.a.s. það er betra að brauðið sé í þynnra lagi. Ótrúlega gott nýbakað brauð með uppáhalds berjunum mínum.
Meira á www.ljomandi.is