Besta bláberja/banana boostið
Dásamlegur drykkur, hlaðinn andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum.
Dásamlegur drykkur, hlaðinn andoxunarefnum, vítamínum og steinefnum.
Einn á dag er góður fyrir heilsuna.
Uppskrift er fyrir 2 drykki svo þú getur líka hellt í glas fyrir elskuna þína.
Hráefni:
1 bolli af frosnum bláberjum
1 bolli af banana – ferskur eða frosinn
¼ bolli af ferskum ananas skorinn í bita
Grískt jógúrt eftir smekk
1 bolli af baby spínat eða grænkáli
1 msk af hörfræ – í dufti
½ bolli undanrenna
½ bolli kókósvatn
¼ bolli ísmolar – má sleppa
Leiðbeiningar:
Gæti ekki verið fljótlegra eða einfaldara að skella í drykk á morgnana. Þú setur öll þessi hráefni í blandarann og dúndrar honum á mesta blast. Lætur hrærast þar til drykkur er mjúkur.
Njótið vel!