Fara í efni

Birnumolar – bestu uppskriftir ársins 2015

Árið 2015 opnaði Birna Varðardóttir, næringarfræðinemi og hlaupari, heimasíðuna www.birnumolar.com til að geta haldið betur utan um uppskriftirnar sínar og aðra mola.
Birnumolar – bestu uppskriftir ársins 2015

Árið 2015 opnaði Birna Varðardóttir, næringarfræðinemi og hlaupari, heimasíðuna www.birnumolar.com til að geta haldið betur utan um uppskriftirnar sínar og aðra mola.

Viðtökurnar hafa verið frábærar og margir sem hafa haft gagn og gaman af því að skoða síðuna og nýta sér molana.

Fjölbreytt og næringarríkt mataræði skiptir sköpum þegar kemur að almennri líðan okkar og því eiga flestar uppskriftirnar það sameiginlegt að vera hollar, einfaldar og bragðgóðar.

Hráefnalistarnir í uppskriftunum eru sjaldnast langir og flóknir og uppskriftirnar eiga því að geta nýst sem flestum.

Að sama skapi skiptir máli að geta notið þess að borða hollan og góðan mat án þess að sleppa sér í einhverjum öfgum.

Það er engum hollt að fá hollustu á heilann. Matur á jú að veita okkur gleði, ánægju og vera hluti af frábærum minningum okkar.

Í þessu hefti hefur Birna tekið saman bestu uppskriftir ársins til að gera okkur öllum enn auðveldara að grípa í góða mola í eldhúsinu.

Í heftinu er einnig að finna ýmsan fróðleik og góð ráð um næringu og skipulag.

Fólk er eindregið hvatt til að setja þér það markmið að elda sem oftast sjálfur/sjálf frá grunni og taka með sér nesti í vinnu og skóla.

Sagan segir að Birnumolar smakkist líka einstaklega vel ,,á ferðinni”

Heftið má panta í gegnum fésbókarsíðu Birnumola eða með tölvupósti á birnavar@gmail.com